Við Svalbarð á vestanverðu Vatnsnesi er góður aðgengilegur selaskoðunarstaður. Bílastæði eru við veginn nokkru fyrir norðan bæinn á Vatnsnesi. Þaðan er gengið stuttan spöl, sléttar grundir niður að fjörunni og flesta daga ársins má sjá seli á skerjum og eða svamlandi í sjónum. Borð og bekkur er niður við fjöruna svo þarna er um tilvalið nestistopp að ræða. Að auki er þar að finna ýmsa sjófugla og endur syndandi á sjónum.