Arnarvatnsheiði og Tvídægra

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði. Heiðarnar eru mjög grösugar og góð beitilönd og á þeim eru fjölmörg vötn, ár og lækjarsprænur og góð fiskigegnd í mörgum þeirra. Vötnin eru stór og smá og hafa verið talin óteljandi, líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði. Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar var mikil grasatekja á öldum áður. Heiðarnar eru færar sérútbúnum bílum að sunnanverðu upp úr Borgarfjarðardölum. En að norðanverðu eru ágætar leiðir upp úr Miðfirði færar flestum bílum fram að Arnarvatni. Nauðsynlegt er að hafa samband við staðkunnuga og leita upplýsinga ef fara á heiðina, sem er eingöngu opin venjulegum farartækjum yfir há sumarið. Hægt er að nálgast upplýsingar um veiðileyfi í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra.


Svæði

Map
Menu