Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er u.þ.b. 7 km langt og ágætis veiðivatn, en helsta veiðisvæðið er sunnanvert vatnið milli Reyðar- og Faxalækja. Faxalækur rennur úr vatninu í Víðidalsá og því gengur einhver lax í vatnið. Aðalfiskurinn í Vatninu er urriði en þar er einnig að finna murtu og bleikju. Sjóbirtingur veiðist stundum í vatninu. Umhverfi vatnsins er fagurt og lyngi vaxið og þar gnæfir Borgarvirki yfir austurhluta þess. Fjölmargir sumarbústaðir hafa verið reistir víða við vatnið.


Svæði

Map
Menu