Fréttir

Söguleg safnahelgi

Dagana 11. og 12. október er haldin árleg söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra. Fimmtán söfn, sýningar, handverkshús, sviðamessa og listasmiðja opna hús sín fyrir gestum og gangandi.
Á laugardaginn verður opið hjá þessum aðilum í Húnavatnssýslunum en á sunnudeginum í Skagafirði. Opnunartíminn er frá klukkan 13:00-17:00 báða dagana, nema annað sé tekið fram.
Heimafólk og aðrir er boðnir hjartanlega velkomin í heimsókn.

Viðburðir safnahelgarinnar eru sem hér segir:

Laugardagurinn 11. október kl. 13:00-17:00

  • Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.
  • Langafit handverkshús Laugarbakka.
  • Bardúsa - Verslunarminjasafnið á Hvammstanga.
  • Selasetur Íslands á Hvammstanga.
  • Sviðamessa Húsfreyjanna í Hamarsbúð á Vatnsnesi kl. 20:00 föstudags- og laugardagskvöld.
  • Eyvindarstofa á Blönduósi.
  • Þingeyrarkirkja í A-Húnavatnssýslu.
  • Rannsóknasetur H.Í. á Norðurlandi vestra. Málþing. Sjá á www.sagnfraedingafelag.net.
  • Spákonuhof á Skagaströnd. Kaffi á könnunni og skemmtilegheit.
  • Árnes á Skagaströnd. Sýning á heimili frá fyrri hluta 20. aldar.
  • Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Vinnustofur listamanna.



Sunnudagurinn 12. Október 13:00-17:00

  • Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Opið kl. 10-17.
  • Á Sturlungaslóð. Panta þarf leiðsögn í síma 899-2027.
  • Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Opið kl. 13-17.





Svæði

Map
Menu