Fréttir

Eldur í Húnaþingi 2015

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst miðvikudaginn 22. júlí og stendur dagskrá yfir til og með 26. júlí n.k. Hátíðin hefur verið haldin allt frá árinu 2003 og býður upp á mjög metnaðarfulla menningar- og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Dagskráin spannar allt frá námskeiðum fyrir börn til metnaðarfullra tónleikaviðburða. Einn af hápunktum hátíðarinnar á hverju ári eru tónleikar í Borgarvirki þar sem þjóðþekkt tónlistarfólk kemur fram og í ár er það Friðrik Dór sem sér um að flytja tóna í virkinu. Að þeim loknum verður svo veisla með Skálmöld á Hvammstanga. Langflestir viðburðir hátíðarinnar eru að þátttakendum að kostnaðarlausu.

Kíkið endilega á dagskrá hátíðarinnar á www.eldurhunathing.com og gleðjist með okkur.

 

 

 


Svæði

Map
Menu