Fréttir

Erindi um Illugastaðamorðin 26. janúar

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna stendur fyrir erindi um Illugastaðamorðin árið 1828 í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 26. janúar kl. 14:00. þar mun Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur fjalla um hina miklu atburði á Illugastöðum sem leiddu til síðustu aftökunnar á Íslandi. Enn þann dag í dag eru atburðirnir ljóslifandi í huga Húnvetninga og það verður áhugavert að heyra hvað Eggert Þór hefur um atburðina að segja, en hann er þessa dagana að rannsaka heimildir um atburðina og þá einstaklinga sem tengdust þeim. Aðgangur er ókeypis.

Sjá https://www.facebook.com/reykjasafn?hc_location=timeline


Svæði

Map
Menu