Fréttir

Frábært veiðisumar í Miðfjarðará

Metveiði í Miðfjarðará
Metveiði í Miðfjarðará

Þrátt fyrir að veðurfarið hafi ekki verið upp á það besta á norðurlandi í sumar hefur veiði verið með allra besta móti. Veiðisumrinu í Miðfjarðará lauk með glæsilegu Íslandsmeti eða alls 6028 laxa. Gamla Íslandsmetið  fyrir veiðiár sem byggja afkomu sína á náttúrulegum stofnum var 4165 laxar í Þverá/Kjarrá frá árinu 2005. Það var slegið af Blöndu í sumar og síðan aftur af Miðfjarðará í lok ágúst.

Leigutaki Miðfjarðarár er Rafn Valur Alfreðsson. Allar upplýsingar um ánna má finna hér http://midfjardara.is/

 

 

 


Svæði

Map
Menu