Fréttir

Fuglastígskort fyrir Norðurland vestra

Fuglastígskort fyrir Norðurland vestra er nú komið út og eru á kortinu merktir 17 staðir sem þykja áhugaverðir fyrir fuglaskoðunaráhugamenn allt frá Borðeyri í vestri að Þórðarhöfða í austri.

Á vef Selaseturs Íslands, www.selasetur.is, segir að svæðið sé mjög vel til fuglaskoðunar fallið og gott aðgengi sé að fuglategundum sem þyki eftirsóknarverðar til skoðunar. Þá segir jafnframt að þeir staðir sem merktir séu inn á kortið séu langt frá því að vera þeir einu sem komi til greina til fuglaskoðunar á svæðinu.

Kortið er hægt að nálgast hjá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu.

Sjá nánar á www.selasetur.is.

 

 


Svæði

Map
Menu