Fréttir

Húnaþing vestra í 360°

Panoramaland.is
Panoramaland.is

Vefurinn Panoramaland.is er með skemmtilegar 360° myndir af völdum stöðum á Íslandi. Frá Húnaþingi vestra er að finna þrettán myndir af ýmsum stöðum á svæðinu.

 

 

 

 

Hringvegurinn liggur um Holtavörðuheiði á Vesturlandi og er gott útsýni til Eiríksjökuls á leiðinni.

Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði

Borðeyri liggur við Hrútafjörð og var hann einn helsti verslunarstaður Íslands á þjóðveldisöld. Á myndunum má m.a. sjá tjaldsvæðið á Borðeyri, Riishús og Tangahús

Borðeyri

Borðeyri

Laugarbakki er lítið þorp í Miðfirði, nærri hringveginum. Í þorpinu er m.a. að finna Grettisból, Spes sveitamarkað, tjaldsvæði og Handverkshúsið Langafit

Grettisból

Laugarbakki

Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og er aðeins 6km akstur þangað frá þjóðveginum. Á Hvammstanga er að finna ýmsa þjónustu, hvort sem leitað er að gistingu, handverki, selasafni, selaskoðun, banka, pósthúsi, bakaríi, sundlaug, prjónastofu eða öðru því sem gott er að hafa á ferðalagi. 

Hvammstangi

Hvammstangi

Hvammstangi

Hvítserk þekkja flestir, enda hefur þessi sérstæði klettadrangur prýtt ýmsar auglýsingar og verið vinsælt myndefni. 

Hvítserkur

Borgarvirki er talið hafa myndast við eldgos og hafi verið notað sem virki á þjóðveldisöld. Flottur staður með gott útsýni í allar áttir. 

Borgarvirki

Borgarvirki

Kolugljúfur er að finna í Víðidal fyrir neðan bæinn Kolugil. Í gljúfrið fellur Víðidalsá með tveimur tilkomumiklum fossum, Kolufossum

Kolugljúfur

Skemmtilegar myndir til að skoða áður en haldið er í ferðalag til að sjá fegurðina með berum augum. 

 

 


Svæði

Map
Menu