Fréttir

Húnaþing vestra kynnt á Vestnorden

Fánar þjóðanna sem kynna sig á sýningunni
Fánar þjóðanna sem kynna sig á sýningunni

Dagana 22. og 23. september fer fram árleg ferðasýning vestnorrænnu þjóðanna, Vestnorden Travel Mart. Sýningin er haldin annað hvert ár á Íslandi og hitt árið til skiptis í Færeyjum og Grænlandi. Að þessu sinni er sýningin haldin í Færeyjum. Sýningin í ár er þrítugasta Vestnorden sýningin en hún er haldin með stuðningi NATA (North Atlantic Tourism Association) og er ætlað að efla ferðaþjónustu aðildarþjóðanna.

Húnaþing vestra verður kynnt á sýningunni en Selasetur Íslands mun eiga þar fulltrúa sem mun kynna allt svæðið og það sem það hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Þátttaka í sýningunni er kostuð að mesu af Ferðamálafélagi V- Hún. Sýninguna sækja erlendir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur og því gefst á henni gott tækifæri til að kynna svæðið fyrir áhugasömum.


Svæði

Map
Menu