Fréttir

Jólahlaðborðið Gauksmýri

Jólahlaðborð verður haldið á aðventunni á Sveitasetrinu Gauksmýri. Jólastemming í huggulegu húsnæði, góður matur, tónlist og gamanmál. Notaleg jólastemming í aðdraganda jólanna.
Matseldin er undir styrkri stjórn Hafdísar Gunnarsdóttur kokks á Gauksmýri og um tónlist sér Júlíus Geir Guðmundsson.

Jólahlaðborðið verður í boði eftirfarandi daga:

Föstudagurinn 28. nóvember
Laugardagurinn 29. nóvember
Föstudagurinn 5. desember
Laugardagurinn 6. desember
Sunnudagurinn 7. desember*
Fösudagurinn 12. desember
Laugardagurinn 13. desember

Hlaðborðin hefjast öll kvöld kl. 20:00.
* Ath. Fjölskyldujólahlaðborð sunnudaginn 7. des frá kl 13:00 – 15:00. Tilvalið að koma með yngstu fjölskyldumeðlimina í smá jólastemmingu. Verð 6.000 kr. fyrir fullorðna, 4000 fyrir 12 ára og yngri, frítt fyrir 5 ára og yngri. Jólasveinn mætir á staðinn.

Verð:
Jólahlaðborð, verð: 7.900 kr (hópaafsláttur 10 eða fleiri 7.100 kr/mann)

Tilboð á gistingu þau kvöld sem jólahlaðborðin eru:
Tveggja manna herbergi og morgunverður 12.500 kr
Eins manns herbergi og morgunverður 8.500 kr

Matseðillinn má sjá á heimsíðu Gauksmýrar: www.gauksmyri.is

Pantanir í síma 451-2927 eða gauksmyri@gauksmyri.is


Svæði

Map
Menu