Fréttir

Kynning á ferðaþjónustufyrirtækjum

Mannamót er kynning sem Markaðsstofur landshlutanna héldu í gær, 23. janúar í flugskýli Ernis í Reykjavík. Þar kynntu ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni sína þjónustu fyrir ferðskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu.
Um 130 fyrirtæki af landsbyggðinni kynntu þarna starfsemi sína og fjöldi fyrirtækja og einstaklinga í ferðabransanum á höfuðborgarsvæðinu mætti til að fræðast um það sem er að gerast í ferðamálum á landsbyggðinni.

Öflug fyrirtæki úr Húnaþingi vestra voru þarna með kynningu, m.a. Selasetrið, Selasigling, Kidka og Gauksmýri.
Upplýsingar um Mannamót er að finna á www.naturaliceland.is Og einnig eru myndir frá atburðinum á www.facebook.com/visithunathing


Svæði

Map
Menu