Fréttir

Mannamót 23. janúar

Hvítserkur
Hvítserkur

Markaðsstofur Landshlutanna bjóða til Mannamóta, sem haldin verða 23. janúar í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Tilgangur Mannamóta er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl á milli fyrirtækja. Þetta er gott tækifæri fyrir fyrirtæki stór sem smá til að kynna starfsemi sína og afla upplýsinga um það sem landshlutarnir hafa uppá að bjóða.
Þau fyrirtæki sem eru aðilar að Markaðsstofum landshlutanna geta tekið þátt í kynningunni. Ferðamálafélag V-Hún mun mæta á Mannamót og kynna svæðið og það sem það hefur fram að færa.

Sjá nánar um Mannamót á www.naturaliceland.is. Einnig má fá upplýsingar hjá Markaðsstofu Norðurlands.


Svæði

Map
Menu