Fréttir

Mannamót 23. janúar

Þann 23. janúar verða Mannamót haldin í fyrsta skipti í Reykjavík á vegum Markaðsstofa landshlutanna. Tilgangur viðburðarins er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu.
Öll samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands í Húnaþingi vestra eru hvött til að taka þátt í þessum stóra atburði og nýta sér þetta góða tækifæri til að kynna það sem svæðið hefur fram að færa í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar eru hjá Markaðsstofu Norðurlands og einnig eru upplýsingar um mannamótin á heimasíðu Natural Iceland þar sem skráning fer einnig fram www.naturaliceland.is.


Svæði

Map
Menu