Fréttir

Norðurljós 5-7. des.

Ljósmynd: James Kennedy
Ljósmynd: James Kennedy

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands þá er ágæt norðurljósaspá fyrir helgina. Dálítil virkni er í kvöld, föstudag og svo spáir nokkuð björtu svo ágætir möguleikar á að sjá Norðurljósin á svæðinu. Ekki skemmir að þokkaleg veðurspá er fyrir næstu daga, nokkuð lygnt veður og frost -1-6°. Það er því lítið mál að skreppa norður í kyrrðina og njóta náttúrunnar á svæðinu.

Mikið er um að ferðamenn komi í norðurljósaferðir til Íslands á þessum árstíma. Norðurljósin eru einstakt fyrirbæri og þurfa flestir að ferðast langan veg á norðurslóðir til að geta upplifað þetta einstaka náttúrufyrirbæri. Mikill fjöldi frábærra ljósmynda af norðurljósum á Íslandi ber vitni um það hversu mikinn áhuga norðurljósin vekja. Hvítserkur fær alveg nýjan svip þegar hann baðar sig í ljósunum.


Svæði

Map
Menu