Fréttir

Kósí með rannsóknum á Selasetri Íslands

Selasetur Íslands hefur unnið að því undanfarið að betrumbæta sýninguna á setrinu og hefur rannsóknum nú verið gerð betri skil. Útbúin hafa verið tvö „kósíhorn“ þar sem gestir Selasetursins geta tyllt sér og kynnt sér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum Selasetursins.

Auk þess er nú kominn upp standur sem sýnir tvö vísindaplaköt, eftir sérfræðinga Selasetursins, sem notuð hafa verið til að kynna niðurstöður rannsókna.

Á vef Selasetursins, www.selasetur.is, er að finna nokkrar skýrslur og greinar sem hægt er að lesa.

 

 

 

 


Svæði

Map
Menu