Fréttir

Efling ferðaþjónstunnar

Mynd af www.huni.is
Mynd af www.huni.is

Fimmtudaginn 10. apríl var undirritaður í Miðgarði í Skagafirði samstarfssamningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Ferðamálafélags Vestur Húnavatnssýslu, Ferðamálafélags Austur Húnavatnssýslu og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að ráðinn verður starfsmaður hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem vinna mun að skilgreindum verkefnum með félagasamtökum á vettvangi ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.  Jafnframt munu félög í ferðaþjónustu á svæðinu skipa fagráð sem starfa mun náið með starfsmanninum og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
 Markmið samningsins er að:

  • skapa virkari og öflugri samstarfsvettvang í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • skjóta sterkari stoðum undir afkomu og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi vestra
  • greina og kortleggja ímynd, vöruframboð og stöðu greinarinnar i landshlutanum í því skyni að leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • styðja við vöruþróun og markaðs- og kynningarstarf ferðaþjónustufyrirtækja í því skyni að það verði faglegra og árangursríkara

Með samningnum er verið að staðfesta mikilvægi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og leggja áherslu á að nýta með enn markvissari hætti en verið hefur þau fjölmörgu tækifæri sem felast í aukinni ferðaþjónustu á svæðinu.  
Sjá einnig frétt á www.huni.is.


Svæði

Map
Menu