Fréttir

Selasetrið fær ferðaskipuleggjendaleyfi

Selasetrið hefur fengið leyfi sem ferðaskipuleggjandi frá Ferðamálastofu og hefur þar með leyfi til að setja saman, bjóða fram og selja í atvinnuskyni ferðatengda þjónustu fyrir almenning sem lítur m.a. að skipulagningu ferða hópa og einstaklinga, skipulagningu funda og ráðsefna, hvers konar umboðs- og endursölu farmiða og skipulagningu dagsferða.

Leyfið er stórt og mjög jákvætt skref fyrir Selasetrið sem í dag sér um rekstur upplýsingamiðstöðvar Húnaþings vestra og gefur Selasetrinu færi á að koma betur en ella á framfæri þeirri þjónustu og afþreyingu sem boðið er uppá í héraðinu. Þá er leyfið jákvæður gæðastimpill á þá miklu uppbyggingu og þjónustu sem Selasetrið hefur unnið að á liðnum árum. Ferðaþjónustan í Húnaþingi óskar Selasetrinu til hamingju með árangurinn.


Svæði

Map
Menu