Fréttir

Selasigling með skólabörn

Selasigling hefur hafið sumarsiglingar og fer daglega nokkrar sela- og náttúruskoðunarferðir. Í morgun, 22. maí fóru kátir hópar barna úr 4-5 bekk grunnskóla Húnaþings í siglingu á sléttum Miðfirði. Selir svömluðu á skerjum og létu sér fátt um finnast þegar báturinn læddist meðfram ströndinni. Urtur með nýlega fædda kópa syntu í sjónum og sjá mátti margar tegundir fugla, þar á meðal lunda. Með hverjum deginum fjölgar ferðafólki í selaskoðuninni og fyrsti stóri hópurinn af mörgum sem hafa bókað í sumar væntanlegur á morgun.

SelasiglingSelasiglingSelasiglingSelasiglingSelaskoðunSelasigling


Svæði

Map
Menu