Fréttir

Selasiglingar hafnar

Selasiglingar hjá Selasiglingum ehf. þetta sumarið hófust 15. maí s.l. og hafa 72 ánægðir farþegar kíkt í siglingu það sem af er sumrinu. Það hefur sést mikið af lífi í þessum ferðum og nú fyrir tveimur dögum sáust 46 selir í einni ferðinni.

Það er einnig hægt að sjá meira dýralíf í selasiglingunum, s.s. ýmsar hvala- og fuglategundir. Þannig hefur t.d. sést til hnísu, hrefnu, hnúfubaks, lunda, himbrima, hafarnar, hávellu og helsingja.

Farið er í selasiglingu þrisvar á dag, kl. 10:00, 13:00 og 16:00, frá Hvammstanga.

 

 


Svæði

Map
Menu