Fréttir

Selatalningin Mikla

Selatalningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 á vegum Selaseturs Íslands. Markmið hennar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Selatalningin mikla fer þannig fram að selir eru taldir á allri strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi  í Húnaþingi vestra,  samtals um 100km. Farið er gangandi, ríðandi eða á báti. Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma.

Fyrir meiri upplýsingar má skoða síðu Selasetursins um Selatalninguna, og fylgjast með fréttum Selasetursins.


Svæði

Map
Menu