Fréttir

Sjávarborg opnar formlega

Veitingastaðurinn Sjávarborg verður formlega opnaður föstudaginn 27. mars n.k. en veitingastaðurinn er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Þessa opnunarhelgi verða ýmis tilboð á mat og drykk.

Á föstudeginum verður réttur dagsins á sínum stað í hádeginu milli kl. 11:30 og 13:30. Að þessu sinni er það Londonlamb með tilheyrandi meðlæti og kostar máltíðin 1.650 kr.
Kaffihlaðborð fyrir fjölskylduna verður frá kl. 14:30 til 17:00 og er verðið 1.000 kr., en 500 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Kvöldverður verður svo frá kl. 19:00 og 21:30 og verða tilboð samkvæmt matseðli. Mælst er til þess að fólk panti borð fyrirfram og fara borðapantanir fram í síma 451 2927.
Um kvöldið sér svo trúbadorinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson um tónlistina frá kl. 22:00 til 03:00 og er 18 ára aldurstakmark, en frítt inn. Tilboð á völdum drykkjum.

Á laugardeginum opnar Sjávarborg kl. 11:00 og verða tímasetningar og verð hádegisverðar, kaffihlaðborðs og kvöldverðar með sama hætti og á föstudeginum.
Húsið verður svo opið til kl. 03:00 og er 18 ára aldurstakmark, en frítt inn. Tilboð á völdum drykkjum.

Almennir opnunartímar Sjávarborgar verða fyrst um sinn svohljóðandi:
Sunnudaga – fimmtudaga kl. 11:00-22:00. Eldhúsið lokar kl 21:00
Föstudaga –laugardaga kl. 11:00-01:00, nema annað sé auglýst. Eldhúsið lokar kl 22:00.

Nýr sími Sjávarborgar er 451-3131.
Frekari upplýsingar má sjá á Facebook.

 

 


Svæði

Map
Menu