Fréttir

Stefnumótun og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til opins fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.

Fundurinn, sem er fyrir íbúa og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, er haldinn miðvikudaginn 25. mars kl. 14-16 í Sjávarborg, nýjum veitingastað á Hvammstanga á efri hæðinni við Selasetrið.

Fundurinn er öllum opinn og er einstakt tækifæri fyrir íbúa til að taka þátt í mótun stefnu og framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu.

Miklar væntingar eru um víðtækt samstarf við mótun stefnunnar.

 

 

 

 


Svæði

Map
Menu