Fréttir

Útivistarkort

Útivistarkort Húnaþings vestra.

Árið 2004 gaf Ferðamálafélag V-Hún út útivistarkort fyrir Húnaþing vestra. Á kortinu er að finna gönguleiðir, reiðleiðir, vegaslóða, þjónustulista, athyglisverða staði og margt fleira um Húnaþing vestra á þeim tíma. Kortið er í skalanum 1:100.000 og það stendur enn fyrir sínu og hægt að nálgast það hjá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þó eitthvað af upplýsingunum á kortinu séu úreltar eða leiðir lokaðar í dag og aðrar komnar í staðinn, þá gefur kortið góða mynd af því sem svæðið hefur uppá að bjóða. Upplýsingar um útivistamöguleika er ennig hægt að nálgast í upplýsingamiðstöðinni í Selasetrinu á Hvammstanga. Unnið er í því að endurskoða göngu- og reiðleiðir fyrir svæðið og er ætlunin að þær upplýsingar verði m.a. settar hér á vefinn.  


Svæði

Map
Menu