Fréttir

Veislumánuðurinn þorri

Þorramatur
Þorramatur

Föstudaginn 23. janúar síðastliðinn hófst þorri samkvæmt gömu íslensku misseratali og þá tíðkast sá siður að halda þorrablót. Þorrablót er mikil veisla þar sem snæddur er séríslenskur matur, íslensk lög sungin, gömlu dansarnir dansaðir og víða tíðkast að fara yfir liðið ár í gamanmáli og/eða leik.

Þorramaturinn er sér kapítuli útaf fyrir sig og þar er ýmislegt í boði á hlaðborðinu sem má segja að sé gamall íslenskur hversdagsmatur, sem verkaður hefur verið með hefðbundnum aðferðum. Einu geymsluaðferðir þess tíma voru að súrsa, salta eða reykja mat.

Meðal þess sem finna má á þorrahlaðborðum er kæstur hákarl, súrsaðir hrútspungar, sviðasulta, grísasulta, lundabaggar, harðfiskur, hangikjöt, laufabrauð, partar, flatkökur og rófustappa.

Sannkallaður veislumánuður sem þorri er!

Framundan eru eftirtalin þorrablót:

31. janúar - þorrablót Víðdælinga í félagsheimilinu Víðihlíð.
7. febrúar - þorrablót Umf. Kormáks í félagsheimilinu Hvammstanga
20. febrúar - þorrablót Miðfirðinga og Hrútfirðinga austanvert í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. 
21. febrúar - þorrablót Bæhreppinga á Borðeyri

 

 

 


Svæði

Map
Menu