Fréttir

Viðurkenning Ferðaþjónustu bænda

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í þriðja sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. 

Í flokknum Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2013 fékk Arinbjörn á Brekkulæk viðurkenningu en þau verðlaun eru m.a. veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina. Arinbjörn á Brekkulæk hefur í fjöldamörg ár boðið innlendum og erlendum ferðamönnum upp á fjölbreyttar hestaferðir þar sem gestirnir upplifa ekki einungis einstaka náttúru landsins, heldur er lagt upp úr því að þeir kynnist heimamönnum og fái góða innsýn í sveitalífið, íslenska menningu og siði.

Sjá nánar um viðurkenningarnar á heimasíðu Ferðaþjónustu bænda.
Upplýsingar um Ferðaþjónustuna á Brekkulæk má finna á vef ferðaþjónustunnar.


Svæði

Map
Menu