Fréttir

Viðvörun vegna veðurs

Viðvörun vegna óvenju djúprar lægðar 1. - 5. júlí

Á morgun, þriðjudag er spáð alldjúpri lægð fyrir suðvestan og vestan land.
Vindáttin verður suðaustlæg og má búast við að vindstyrkurinn verði á bilinu 10-18 m/s, einna hvassast SV- og V-lands og hviður við fjöll allt að 35 m/s. Þessu fylgir mikil rigning, mest sunnanlands síðdegis og um kvöldið.
Á miðvikudag er að sjá að lægðin fari norðaustur yfir landið og verði við NA- ströndina síðdegis. Vindur snýst í vestan og norðvestan 10-20 m/s, hvassast norðvestantil. Áfram vætusamt, einkum á N- og NV-landi.
Á fimmtudag er útlit fyrir að dragi úr vindi, en áfram er spáð talsverðri rigningu á norðanverðu landinu.
Búast má við miklum vatnavöxtum á landinu næstu daga (sjá Vatnafar) og að gefnu tilefni viljum við minna ferðalanga, bæði þá sem eru með aftanívanga og aðra að huga sérstaklega að veðurathugunum og veðurspá næstu daga.
Vinsamlegast skoðið uppfærð kort með vindaspá og úrkomuspá og fylgist með gulum viðvörunarborða í haus vefsins. Þar birtast tilkynningar örar heldur en hér í fréttum vefsins.

Vakthafandi veðurfræðingar: Elín Björk Jónasdóttir og Haraldur Eiríksson - sjá einnig http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2911


Svæði

Map
Menu