Fréttir

Víkinganámskeið fyrir börn

Víkinganámskeið fyrir börn 6-13 ára verða haldin í Grettisbóli á Laugarbakka í sumar. Námskeiðin eru tveggja daga og skipt upp í tvo aldurshópa 6-10 ára og 10-12 ára. Námskeiðin eru haldin þriðju- og miðvikudaga í júlí og fram í ágúst og standa frá kl. 12:00 – 17:00.

Á námskeiðunum verður saga Grettis sterka rifjuð upp, farið í fjölbreytta víkingaleiki, spilað kubbspil og skotið af boga og skylmst með sverðum. Börnin vinna víkingahandverk, smíða víkingavopn og elda mat að hætti víkinga. Börnin fá lánuð víkingaklæði meðan á námskeiðunum stendur.

Tilvalið er fyrir þá krakka sem hafa áhuga á að fara á námskeiðið að senda foreldrana meðan á námskeiðinu stendur í skoðunarferðir um Húnaþing vestra. Héraðið er rómað fyrir fegurð og fjölmargt hægt að gera, svo sem fara í hestaferðir, selasiglingu og -skoðun, ganga um einstaka náttúru eða njóta þess að skoða það sem söfn, setur og gallerí svæðisins hafa upp á að bjóða.

Sjá nánar á www.grettistak.is


Svæði

Map
Menu