GŠ­i ˙r H˙na■ingi

Gæði úr Húnaþingi„Gæði úr Húnaþingi – local quality“
er samstarfsverkefni og kennimerki (lógó) fyrir vörur sem eru framleiddar í Húnaþingi vestra. Vörurnar eru handunnar í smáum stíl og byggja á hráefni af svæðinu. Einkum er um að ræða handverk, matvæli og veitingar. Kennimerkið gefur upplýsingar um uppruna vörunnar og framleiðsluhætti og staðfestir að um gæðavöru er að ræða.
Mikil hefð er fyrir handverks og matvælaframleiðslu í Húnaþingi vestra og vörur seldar víða um land. Í Húnaþingi vestra eru vörurnar m.a. seldar hjá hópnum Grúsku á Borðeyri, í Löngufit og á Spes- Sveitamarkaði á Laugarbakka, í Leirhúsi Grétu á Litla Ósi og í Kidka og Bardúsu-Verslunarminjasafni á Hvammstanga.
Leitið eftir merkinu til að tryggja kaup á gæðavörum úr héraðinu!

Upplýsingar um sölustaði

Upplýsingar um handverksframleiðendur

Upplýsingar um matvælaframleiðendur

SvŠ­i

Map
Menu