Fréttir

Svæðisfundur DMP

Dagsetning: 24.Október 2017
Tími: 9:30 - 15:00
Staðsetning: Eyvindarstofa Blönduós

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis

Markmið fundarins er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu.  Á fundinum verður ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða og farið verður yfir markaðsáherslur svæðisins.

Því er mikilvægt fyrir alla að mæta sem vilja taka þátt í að þróa ábyrga ferðaþjónustu á sínu svæði.

Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson bjorn@nordurland.is og Sigurður Líndal Þórisson selasetur@selasetur.is í síma 462-3300.

Meiri upplýsingar á vef northiceland.is


Svæði

Map
Menu