Fréttir

21. Febrúar - Sannir Landvættir, Kynningarfundur

Sannir Landvættir ehf. var stofnað af Bergrisa og Verkís. Markmiðið með stofnun félagsins er stuðla að uppbygginu á ferðamannastöðum um land allt í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki. Sannir Landvættir bjóða upp á allan undirbúning, hönnun, fjármögnun og framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannastaða af öllum stærðum sem og rekstur þeirra til framtíðar ef svo ber undir. Sannir Landvættir bjóðast til að taka að sér verkefni allt frá undirbúningi breytinga á aðalskipulagi svæða til framkvæmda við gerð t.d. bílastæða, salernisaðstöðu, göngustíga, útsýnispalla, starfsmannaaðstöðu og annað það sem þurfa þykir á hverjum stað. http://www.sannir.is/

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fulltrúa sveitarfélaga, landeigendur og ferðaþjónustuaðila að kynnast þessu nýja módeli. Fundurinn hefst kl. 16 í Eyvindarstofu á Blönduósi



Svæði

Map
Menu