1-3. ágúst - Norðanpaunk

Verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst n.k. verður Laugarbakki miðdepill pönkáhugafólks en þá verður pönkhátíðin Norðanpaunk haldin. Hátíðin er ný af nálinni og er Árni Þorlákur Guðnason einn af skipuleggjendum hennar. Miðinn kostar 3.500 kr og hægt er að nálgast hann með því að senda skilaboð á nordanpaunk@gmail.com eða smella á skilaboðatakkann á facebook síðu hátíðarinnar www.facebook.com/nordanpaunk. Dagskráin byrjar kl 19:00 föstudaginn 1. ágúst n.k. og stendur yfir fram á nótt sunnudaginn 3. ágúst.

Sjá einnig www.nordanatt.is


Svæði

Map
Menu