Ferðamálafélagið í Húnaþingi vestra

HvítserkurHeimasíðan www.visithunathing.is er í eigu og ábyrgð Ferðamálafélagsins í Húnaþingi vestra. Texti, ljósmyndir og annað efni á síðunni er höfundarréttarvarið og má ekki nota nema með leyfi ábyrgðaraðila síðunnar.

Ferðamálafélagið í Húnaþingi vestra var stofnað árið 1993 og hét í upphafi Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu. Langflestir ferðaþjónustuaðilar í Húnaþingi vestra eru aðilar að félaginu. Félagið er hagsmunafélag þeirra og sinnir það m.a. sameiginlegum innri málefnum ferðaþjónustunnar og kynningar og markaðsmálum fyrir svæðið. Ný stjórn er kosin árlega sem ber ábyrgð á stefnu og störfum félagsins og sinnir hún þeim erindum sem koma á borð félagsins. Formaður félagsins árið 2022 er Anna Birna Þorsteinsdóttir.

Heimasíðunni www.visithunathing.is er ætlað að vera andlit ferðaþjónustunnar í Húnaþingi vestra og er hugsuð til að koma þessu frábæra svæði og þeirri góðu þjónustu sem þar er í boða á framfæri til íslenskra og erlendra ferðamanna.  Heimasíðan er sett upp af Stefnu Hugbúnaðarhúsi og unnin í Moya vefumsjónarkerfi. Anna Birna Þorsteinsdóttir er núverandi umsjónarmaður síðunnar fyrir hönd Ferðamálafélagsins. Allar ábendingar og upplýsingar um það sem betur má fara á síðunni eru vel þegnar og má senda póst á info@visithunathing.is.

Til að skrá ferðaþjónustu eða annað á síðunni má senda póst á skraning@visithunathing.is

Til að senda inn fréttir um viðburði og annað tengt ferðaþjónustu á svæðinu, má senda póst á frettir@visithunathing.is

Síðast uppfært og yfirlestið 30. maí 2022

Svæði

Map
Menu