Helgi Björnsson söngvari fagnar um þessar myndir 30 ára söngafmæli með 30 tónleikum víðsvegar um landið undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns. Sunnudagskvöldið 5. október verður hann í félagsheimilinu á Hvammstanga og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Miðasala er á staðnum og kostar kr. 2.990 á tónleikana.
Á tónleikunum rifjar Helgi upp ferilinn í tali og tónum. Með Helga á tónleikunum spilar Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari.