Brekkulækur í Miðfirði

Brekkulækur, Miðfjörður
531 Hvammstangi (kort)

Sími: +354 451 2938
Netfang: info@abbi-island.is
Heimasíða: www.abbi-island.is

Á Brekkulæk í Miðfirði reka Arinbjörn Jóhannsson og Claudia Hofman fjölbreytta ferðaþjónustu, með gistingu, hestaferðum, gönguferðum og veitingum.

Brekkulækur er notalegt gistihús staðsett í fallegum dal inn af Miðfirði. Bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir 100 ár.
Gisting er fyrir rúmlega 30 manns í 17 eins, tveggja og þriggja manna herbergjum með sér - eða sameiginlegu baði í nýja og gamla hluta hússins sem var byggt 1938. Í nýju byggingunni frá 2012 er m.a. studio íbúð fyrir allt að 4. manns og sameiginleg setustofa fyrir alla gesti.

Gistihúsið er opið allt árið, nema lokað er frá 1. desember til 5. janúar. Panta þarf gistingu fyrirfram í september til maí.

Veitingastaður er á staðnum sem leggur áherslu á ferskan og góðan íslenskan mat s.s. lambakjöt, heimatilbúið múslí ofl. Veitingastaðurinn er opinn júní, júlí og ágúst.

Fallegt umhverfi upplagt fyrir gönguferðir og fuglaskoðun. Brekkulækur er vel staðsettur til skoðunarferða um Norðvesturland en í nágrenninu má finna sellátur, Selasetur Íslands, Hvítserk, fossa, sögufræga staði og söfn.

Boðið er uppá árstíðabundnar ferðir t.d. yfir áramót og norðurljósaferðir að hausti og vetri. Styttri og lengri hesta- og gönguferðir eru í boði frá Brekkulæk með áherslu á menningu og náttúru auk árstíðabundinna ferða. Skemmtilegt myndband hefur verið gert um ferðaþjónustuna á Brekkulæk.

Sjá nánar á www.abbi-island.is.

Brekkulækur ferðaþjónusta

Brekkulækur hestaferðir


 

 


Svæði

Map
Menu