Byggðakjarnar

HvammstangiHvammstangi er snyrtilegur og hlýlegur bær sem stendur við Miðfjörð 6 km frá þjóðvegi 1 í gegnum Húnaþing vestra Leiðinni út á Vatnsnes, þjóðvegur 711, liggur í gegnum Hvammstanga, þjóðvegur 72. Hvammstangi varð löggiltur verslunarstaður 13. desember árið 1895, þar búa nú ríflega 600 íbúar. Hvammstangi er tilvalinn áfangastaður með hátt þjónustustig og fjölbreytta þjónustu.

Á Hvammstanga er heilsugæsla, sjúkrahús, hótel, gistiheimili, heimagisting, farfuglaheimili, sumarhús, banki, pósthús, veitingahús, kjörbúð, byggingavöruverslun, vínbúð, búvöruverslun, bifreiðaverkstæði, sláturhús, hárgreiðslustofa, hársnyrtistofa, lyfsala, tannlæknaþjónusta og kaffihús. Einnig prjóna- og saumastofa með ferðamannaverslun, blóma- og gjafavöruverslun, starfsstöðvar fyrir Vegagerðina og Vinnumálastofnun.
Í Selasetri Íslands, sem staðsett er við höfnina á Hvammstanga er fræðslusýning og upplýsingar um seli og rostunga. Í Selasetrinu er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Verslunarminjasafnið - Gallerí Bardúsa er sömuleiðis á hafnarsvæðinu.

Í Kirkjuhvammi fyrir ofan Hvammstanga er skjólgott tjaldsvæði sem býður upp á þægileg þjónustuhús, þaðan er stutt í spennandi gönguleiðir.
Í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra er sundlaug með heitum potti, vaðlaug og rennibraut, þrektækjasalur og íþróttahús. Í sundlauginni geta ferðalangar látið þreytuna líða úr sér í heitu pottunum, skellt sér í rennibrautina eða tekið hressandi sundsprett.

LaugarbakkiLaugarbakki stendur við þjóðveginn ofan við Miðfjarðará. Þar er jarðhiti sem nýttur er fyrir þorpið, þéttbýlið á Hvammstanga og nærliggjandi sveitir.  Á Laugarbakka er Hótel Laugarbakka, heimagisting, svefnpokagisting, handverkshúsið Langafit og tjaldsvæði við félagsheimilið Ásbyrgi sem er leigt út fyrir ættarmót.
Yfir sumarið liggur tiltölulega greiðfær vegur upp úr Miðfjarðardölum fram að Arnarvatni.

BorðeyriBorðeyri við vestanverðan Hrútafjörð er eitt fámennasta þorp landsins. Staðarins er getið í fornum heimildum og var hann lengi mikill verslunarstaður fyrir sveitirnar í kring. Í dag er þar starfrækt, bifreiðaverkstæði og ferðaþjónusta í Tangahúsi. Eitt elsta hús staðarins er Riis hús, reist 1862. Það var gert upp að utan og setur mikinn svip á staðinn. Eftir sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps árið 2012 er Borðeyri nú hluti af sameinuðu sveitarfélagi Húnaþings vestra.

Síðast uppfært og yfirfarið 30. maí 2022

Svæði

Map
Menu