Flýtilyklar
Kaffihús
Hótel Hvítserkur
Hótel Hvítserkur er 15 herbergja hótel á austanverðu Vatnsnesi. Tilvalið fyrir hópa og einstaklinga fyrir eina að fleiri nætur. Við erum staðsett við vegamót vega 711 og 717. Aðeins 9km frá Hvítserk og 8km frá Borgarvirki. Mikil kyrrð og ró. Á hótelinu er einnig boðið upp á kvöldmat og mat eftir pöntunum á öðrum tímum.
Lesa meira
Riishús á Borðeyri
"Damerne í Riishus" eru með sumarrekstur í Riishúsi á Borðeyri, einu elsta verslunarhúsnæði landsins. Kaffisala, nytjamarkaður og handverkssala.
Lesa meira
Hlaðan kaffi- og veitingahús
Hún María Sigurðardóttir rekur Hlöðuna sem er notalegt kaffi- og veitingahús við höfnina á Hvammstanga.
Lesa meira
Hamarsbúð á Vatnsnesi
Húsfreyjurnar á Vatnsnesi reka Hamarsbúð sem stendur í fjöruborðinu við Hamarsrétt vestan á nesinu. Þar er m.a. haldið Fjöruhlaðborð um Jónsmessuna hvert ár.
Lesa meira
Selasetur Íslands
Selasetur Íslands á Hvammstanga er fræðslusetur um seli við Ísland. Þar getur að líta sýningu um seli, líffræði þeirra og sambúð sela og manna. Þar er einnig rekið minjagripaverslun og Upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra.
Lesa meira
Ferðaþjónustan Dæli
Í Dæli í víðidal hafa Sigrún og Víglundur rekið ferðaþjónustu við góðan orðstír frá árinu 1988. Í Dæli er boðið upp á fjölbreytta aðstöðu og afþreyingu fyrir ferðamenn af ýmsu tagi, bæði einstaklinga og hópa.
Lesa meira