Fréttir

Fornu handverki haldið á lofti

Rík handverkshefð er í Húnaþingi vestra og fjöldi einstaklinga sem framleiða og selja fjölbreytt og vandað handverk. Fjölmörg námskeið hafa verið haldin á liðnum árum og eru þau að skila sér til baka með aukinni fjölbreytni og nýrri framleiðslu. Ein þeirra sem komin er á fullt við slíka framleiðslu er Guðrún Hálfdánardóttir sauðfjárbóndi á Söndum í Miðfirði. Hún notar gamlar aðferðir við að súta kinda- og lambagærur og framleiðir úr þeim frábærar vörur. Framleiðslan er þegar farin að sjást á mörkuðum á svæðinu og von á fleiri vörum með vorinu.

Sjónvarpsstöðin N4 var á ferðinni nýlega og tók viðtal við Gunnu sem sjá má á heimasíðu N4.


Svæði

Map
Menu