Fréttir

Opinn fundur um náttúrupassann

Mynd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Mynd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Föstudaginn 9. janúar 2015 verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, með opinn fund undir yfirskriftinni "Af hverju náttúrupassi?" og verður fundurinn haldinn á Pottinum á Blönduósi.

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, www.atvinnuvegaraduneyti.is, segir að náttúrupassinn sé skilvirk og sanngjörn leið til að stuðla að verndun náttúru Íslands en tekjur af passanum verði notaðar til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Á nýliðnu ári voru miklar umræður um náttúrupassann og voru ekki allir á sama máli um ágæti hans. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að finna svör við ýmsum spurningum um náttúrupassa, sjá hér.

Á fundinum n.k. föstudag mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo verður opið fyrir umræður.

Fundurinn hefst kl. 16:00 og fundarstjóri verður Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar.

 

 

 


Svæði

Map
Menu