Fréttir

Selatalningin mikla

Selatalningin mikla fer fram sunnudaginn 27. júlí á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Ströndinni er skipt upp í misstór svæði (2-7 km) og getur almenningur skráð sig og tekið þátt í talningunni og orðið þannig vísindamaður í einn dag. Selatalningin er skemmtileg upplifun sem hentar fjölskyldum og geta börn frá 5 ára aldri tekið þátt. En athuga ber að börn milli 5 og 15 ára mega aðeins taka þátt í fylgd forráðamanna.  Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síðasta lagi 25. júlí í síma 451-2345 eða á netfangið info@selasetur.is og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um selatalninguna.


Svæði

Map
Menu