Fréttir

Selatalningin mikla 2015

Selatalningin mikla fer fram sunnudaginn 19. júlí n.k. og er það Selasetur Íslands sem hefur veg og vanda af skipulagningu talningarinnar. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Í Selatalningunni miklu eru selir taldir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi og er svæðinu skipt upp í mörg misstór svæði. Svæðin eru um 2-7 km. löng og ættu allir að finna vegalengd við sitt hæfi.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína í síðasta lagi 17. júlí n.k. Skráning og nánari upplýsingar eru á netfanginu info@selasetur.is eða í síma 451-2345. Tekið er fram í auglýsingu fyrir Selatalninguna að talningin henti ekki börnum undir 5 ára og 5-15 ára börn geti aðeins tekið þátt í fylgd forráðamanna.

 

 

 


Svæði

Map
Menu