Fréttir

Veður og færð 14. des.

Vefmyndavél 14. desember
Vefmyndavél 14. desember

Nú í hádeginu á sunnudegi 14. desember er stórhríð á Holtavörðuheiði og snjóþekja og hálka á vegum í Húnaþingi vestra. Skafrenningur er á aðalvegum og á sveitavegum er víða orðið þungfært. Þegar austar er komið þá er ófært og óveður bæði í Langadal og Þverárfjalli og því lokuð leiðin austur til Akureyrar.

Það er því lítið ferðaveður í dag og ekki mælt með því að fólk sé að leggja í langferðir. Fólk er beðið að fylgjast vel með veðri  ef það hyggur í ferðalög og upplýsingar um ástand vega og færð má finna á vef Vegagerðarinnar.


Svæði

Map
Menu