Illugastaðir, selaskoðun, tjaldsvæði og sagan

Illugastaðir, Vatnsnes
531 Hvammstangi (kort)

Sími: +354 451 2664 / +354 894 0695

Mjög góður selaskoðunarstaður hefur verið byggður á Illugastöðum á vestanverðu Vatnsnesi. Gott bílaplan er á staðnum og þjónustuhús með salernisaðstöðu. Lagðar hafa verið lagðar gönguleiðir með sjónum. Á skerjum fyrir utan má sjá fjölmarga seli syndandi í sjónum flesta daga ársins . Út í tanga hefur verið reist selaskoðunarhús. Þar eru upplýsingar um selina og góð aðstaða til að fylgjast með selunum á sundi og liggjandi í skerjum.

Gott tjaldsvæði er á Illugastöðum með þjónustu fyrir húsbíla og þjónustuhúsi með salerni og sturtu.

Illugastaðir er einnig sögufræg jörð. Þar bjó í upphafi 19. aldar Natan Ketilsson, sá hinn sami og var myrtur ásamt Pétri Jónssyni á Illugastöðum þann 14. mars 1828 og bærinn brenndur. Fyrir voðaverkin voru þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson tekin af lífi í síðustu aftökunni á Íslandi og Sigríður Guðmundsdóttir dæmt lífstíðar fangelsi.

Athugið! Vegna mikils æðarvarps sem er á Illugastöðum þá er selaskoðunasvæðið lokað frá 1. maí til 20. júní ár hvert.

Síðast uppfært og yfirfarið 30. maí 2022


Svæði

Map
Menu