Brandagil - Húkur

Eiríksjökull. Mynd: GMHK
Eiríksjökull. Mynd: GMHK

Hækkun um 240 m, um 2 tímar aðra leiðina.

Göngukonur á leið til Brandagils

Kampakátar göngukonur á leið til Brandagils. Mynd: GMHK

Jeppa-, reið- og gönguleið. Tilvalið fyrir reiðhjólafólk til að sleppa við þjóðveginn. Viðsýn og friðsæl leið.

Sagt er að hvergi í Evrópu sé jafn auðvelt að skoða Himbrimann (Gavia immer) sem verpir hér á hálsinum, en hann kemur frá Ameríku til að verpa. Hafa skal í huga að hvert par helgar sér eitt vatn, þannig að byggðin er þrátt fyrir allt frekar strjál.

Leiðarlýsing

Hrútafjarðarháls

Víðátta og ró á hálsi milli Húks og Brandagils. Mynd: GMHK

Gangan hefst við þjóðveginn rétt sunnan við eyðibýlið Brandagil en þar er hlið. Þarna má leggja faratækjum. Gott er að leggja öðru faratæki við leiðarenda norðan við eyðibýlið Húk í Vesturárdal, nema áætlunin sé að ganga fram og til baka.

Auðveld ganga eftir vegslóða.


Svæði

Map
Menu