Hvammstangi - Káraborg

Káraborg og Strandir. Mynd: Ulrich Hartmann
Káraborg og Strandir. Mynd: Ulrich Hartmann

Káraborg er klettaborg norðan af Hvammstanga og gnæfir yfir staðinn. Þaðan er víðsýnt í góðu veðri.

Leiðarlýsing

1,5 klst. aðra leiðina. Gangan hefst við bæinn Helguhvamm rétt fyrir norðan Hvammstanga. Gengið er eftir vegslóða og er hækkunin tæplega 300 m. Káraborg er klettaborg og tilvalinn áningarstaður til að snæða nestið sitt og virða fyrir sér útsýnið. Þetta er þægileg ganga og er heimleiðin ekki síðri þar sem útsýnið yfir Hvammstanga og Heggstaðanesið blasir við göngufólki.


Svæði

Map
Menu