Hvammstangi - Kirkjuhvammur

Horft til vesturs. Mynd GMHK
Horft til vesturs. Mynd GMHK

1 klst.

Á Hvammstanga er merkt gönguleið sem byrjar niður við Kaupfélag. Stígurinn byrjar rét norðan við brúnna en þar er göngumerki. Gengið er meðfram ánni eftir malarstíg. Fljótlega er komið að göngubrú á ánni og er Bangsatún sunnan við ánna. Það er þess virði að ganga yfir búnna og sitjast á bekk í rjóðrinu og njóta kyrrðarinnar. Síðan er gengið áfram upp með ánni sunnan við Hvammstangakirkju og upp á ásinn en þaðan er gott útsýni yfir bæinn. Stígurinn heldur svo áfram meðfram ánni að tjaldsvæðinu.

Þegar komið er að Kirkjuhvammskirkjugarði er upplýsingaskilti um kirkjuna og búsetu í Kirkjuhvammi. Á bílastæðinu aftan við kirkjuna er yfirlitsskilti Skógræktarfélags sem sýnir gönguleiðina upp í gilið.

Kirkjan í Hvammi

Nú höldum við upp í gilið og förum yfir göngubrú. Stutt hjá stendur eina kornmylla landsins sem er knúin vatni í rjóðri.

Myllan í Hvammi

Aftur er farið yfir göngubrúna að norðurbakka árinnar. Slóða er fylgt beint til austurs inn í gilið. Leiðin er merkt og er greinileg en síðsumars slúttar gróður sumsstaðar yfir slóðina. Gróðurfar hvammsins er fjölbreytt. Haldið er áfram með ánni uns komið er að prílu rétt hjá hestahólfi hestmannafélagsins. Ekki er farið yfir príluna, heldur er sveigt til baka og er nú gengið í hlíðinni með fallegu útsýni yfir hvamminn.

Gangan heldur svo áfram í skógræktarsvæði Hvammstanga á góðum vegi og endar við Kirkjuhvammskirkju.


Svæði

Map
Menu