Langafit á Laugarbakka

Stígurinn. Mynd GMHK
Stígurinn. Mynd GMHK

1 klst.

Gangan hefst gegnt Félagsheimilinu Ásbyrgi um stíg sem liggur niður í átt að Miðfjárðaránni. Gengið er um háan villigróður að árbakka og þaðan sveigt til suðurs og ánni fylgt. Fuglalíf er fjölbreytt um hásumarið. Það er hér sem hestaatið átti sér stað sem sagt er frá í Grettissögu Ásmundarsonar. Heitir svæðið Langafit og er sagt í sögunni að áhorfendur hafi setið í brekkunni en keppnin sjálf hafi farið fram á sléttunni þar fyrir neðan. Haldið er áfram með ánni, farið er á milli girðingar og árbakka fyrir neðan byggð í átt að hótelinu. Á einum stað hefur verið girt yfir leiðina. Loks er komið að prílu og farið yfir hana. Þaðan er gengið um hótellóðina að Miðfjarðarvegi og sveigt til norðurs. Frá og með Gilsbakka liggur reið- og göngustígur meðfram veginum og leiðir göngumennina aftur til upphafsstaðar göngunnar.

Upplagt er að hafa eintak Grettissögu meðferðis til að glugga í.


Svæði

Map
Menu