Lombervegur

Hátt uppi á Lombervegi. Mynd: GMHK
Hátt uppi á Lombervegi. Mynd: GMHK

Vegurinn var ruddur í upphaf 20. aldar, til að tengja bæina Aðalból í Austurárdal og Efri Núp í Núpsdal og gera bændunum, sem báðir hétu Benedikt, og öðrum kleift að spila saman Lomber, á víxl á bæjunum. Lomber er spil af suður-evrópskum uppruna (L‘Hombre), og er hefðin til að spila Lomber ennþá lífandi í Húnaþingi vestra. Nánar um Lomber á http://is.wikipedia.org/wiki/Lomber.

Leiði ljósmóðurinnar Skáld Rósu er í kirkjugarði Efra Núps, en hún lést þar á bænum árið 1855.

Leiðarlýsing

Vegur 706 til Efra Núps. Lombervegur liggur rétt sunnan við bæinn í austurátt. Eða F 578 til Arnarvatns og þá liggur Lombervegurinn til vesturs áður en komið er að brú yfir Austurána við eyðibýlið Bjargarstaði.

2,5 km leið eftir gömlum vegi. Leiðin er þægileg. Á einum stað þarf að príla yfir hlið. Vel sést til jökla í suðri og til Húnaflóa í norðri. Upplagt er að taka með sér spil í þessa göngu og setjast niður í skjóli stórra kletta þar sem veginn ber hæst og spila nokkra takta.


Svæði

Map
Menu