Selaskoðun við Hvítserk

Hvítserkur stendur við austanvert Vatnsnes rétt við ós Sigríðarstaðavatns. Staðurinn er vinsæll til selaskoðunar enda liggja oft uppi á sandinum við ósinn nokkur hundruð selir. Alla daga ársins má sjá seli við ósinn og skemmtileg gönguleið er um fjöruna. Ekki skemmir fyrir að kletturinn Hvítserkur stendur keikur um 100 metrum frá ósnum. Ofan við Sigríðarstaðaós er síðan Farfuglaheimilið að Ósum með góðu þjónustuhúsi og gistimöguleikum.


Svæði

Map
Menu