Brei­abˇlsta­ur

Breiðabólstaður er merkur kirkjustaður í Vesturhópi sem var stórbýli og höfðingjasetur fyrr á öldum. Þar bjó á 11. öld, Hafliði Másson er komst í sögubækurnar er Þorgils á Staðarhóli hjó af honum fingur og þurfti að gjalda fyrir dýru verði. Af þeim atburð er komið máltækið Dýr mundi Hafliði allur.
Í þá tíð er Hafliði bjó á Breiðabólstað voru þar íslensk lög fyrst skráð veturinn 1117-1118. Minnisvarði um lagaritunina var reistur við Breiðabólstað árið 1974 á vegum Lögmannafélags Íslands. Og þegar prentverk kom fyrst til landsins var það sett upp á Breiðabólstað um 1530 og var Jón Matthíasson, hinn sænski fenginn til að sjá um prentverkið. Núverandi kirkja á Breiðabólstað var reist árið 1893 og er friðuð vegna aldurs.


SvŠ­i

Map
Menu